Elvar Örn og Perla Ruth íþróttafólk Umf. Selfoss

Handknattleiksfólkið Elvar Örn Jónsson og Perla Ruth Albertsdóttir voru valin íþróttakarl og íþróttakona ársins 2018 hjá Ungmennafélagi Selfoss og er þetta annað árið í röð sem þau hljóta þennan heiður. Verðlaunahátíð Ungmennafélags Selfoss var haldin í kvöld í félagsheimilinu Tíbrá en þetta er jafnframt annað árið sem félagið heldur sérstaka verðlaunahátíð fyrir íþróttafólk ársins.Perla Ruth er lykilleikmaður í liði Selfoss sem leikur í Olís-deildinni.

Eins marks tap í botnslagnum

Selfoss tapaði gegn KA/Þór með einu marki eftir einn svakalegan lokakafla þar sem stelpurnar köstuðu sigrinum frá sér. Lokatölur 28-29. Leikurinn byrjaði rólega og var jafn fyrstu mínúturnar.

Elvar Örn hefur samið við Skjern

Elvar Örn Jónsson hefur samið við danska stórliðið Skjern, en hann gerði tveggja ára samning við félagið. Hann mun halda til danmerkur ásamt Patreki eftir tímabilið, en Patti samdi einnig við Skjern á dögunum.

Sætur sigur í Mosfellsbænum

Selfoss vann eins marks sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ eftir dramatískan lokakafla, 28-29.Jafnt var í byrjun leiks en fljótt sigu Selfyssingar fram úr og leiddu í hálfleik með fjórum mörkum, 12-16.

Stelpurnar kepptu á Seltjarnarnesi

Stelpurnar í 8. flokki tóku þátt í Cheerios-mótinu seinustu helgina í janúar. Mótið var haldið á Seltjarnarnesinu og voru stelpurnar félaginu til mikils sóma.Ljósmyndir frá þjálfurum og foreldrum.

Rútuferðir í Bláfjöll

Ungmennafélag Selfoss í samstarfi við rútufyrirtækið Guðmund Tyrfingsson býður upp á sætaferðir á skíðasvæðið í Bláfjöllum í febrúar.Fyrsta ferðin verður farin á morgun, laugardaginn 2.

Dagur Fannar setti tvö HSK met

Nokkrir keppendur af sambandssvæði HSK tóku þátt í Stórmóti ÍR helgina 19.-20. janúar sl.Tvö HSK met voru sett á mótinu, en Dagur Fannar Einarsson keppandi Umf.

Dregið í Coca Cola bikarnum

Dregið var í 8 liða úrslit í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola bikarnum í hádeginu í dag.  Bæði meistaraflokkur karla og kvenna voru í pottinum.Stelpurnar drógust á móti bikarmeisturum Fram og strákarnir á móti Völsurum.  Bæði lið fengu heimamaleiki og fara leikirnir fram í Hleðsluhöllinni í kringum 18.

Stórmót ÍR

Iðkendum í yngri flokkum tóku þátt í Stórmóti ÍR sem var haldið í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum. Í boði var þrautabraut fyrir 7 ára og yngri og 8-10 ára.Keppt var í sjö mismunandi þrautum sem hæfðu hvorum aldursflokki fyrir sig, m.a.

Eftirtektarvert framlag Selfyssinga á HM

Heimsmeistaramótinu í handbolta lauk á sunnudag með sigri frænda okkar Dana en íslenska liðið endaði í ellefta sæti. Eins og Íslendingum er kunnugt léku Selfyssingar stórt hlutverk í liðinu og má segja að handboltaheimurinn bíði spenntur eftir framgangi þessa unga og efnilega liðs á næstu árum.Þegar tölfræði mótsins er skoðuð sést að framlag okkar pilta til liðsins var töluvert en Selfyssingar skoruðu samtals 73 mörk og voru með yfir 50% skotnýting, gáfu 32 stoðsendingar og áttu 61 brotin fríköst.Þá eru ónefndar allar þær bólgur sem Jón Birgir Guðmundsson sjúkraþjálfari losaði á mótinu en það er a.m.k.