Birta
Evrópumótið í hópfimleikum fer fram í október næstkomandi. Í janúar og apríl stóð Fimleikasamband Íslands fyrir úrvalshópaæfingum og gáfu nú nýlega út hverjir hefðu komist í landsliðshóp.
Birta Sif Sævarsdóttir, sem æfir með 2. flokki 1 komst þar í landsliðshóp fyrir blandað lið unglinga. Birta var nýverið kosin fimleikakona ársins innan fimleikadeildar Selfoss og því ljóst að hún er að standa sig virkilega vel og vekur eftirtekt á landsvísu.
Þess má til gamans geta að 3 einstaklingar sem voru valdir í fullorðinslandslið eru úr fyrrum meistaraflokki fimleikadeildar Selfoss, og æfðu hér þar til fyrir 2 árum. Það eru þau Eysteinn Máni, Ríkharð Atli og Margrét Lúðvigsdóttir sem einnig er þjálfari hjá deildinni.
Innilega til hamingju, öllsömul!