Fyrsta stjórn nýrrar borðtennisdeildar Umf. Selfoss kjörin á stofnfundi deildarinnar 23. janúar 2025.
Stofnfundur borðtennisdeildar Umf. Selfoss fór fram fimmtudaginn 23. janúar síðastliðinn. Á fundinum var kjörin ný stjórn í samræmi við lög Umf. Selfoss. Á fundinum voru reifuð helstu verkefni nýrrar deildar ásamt almennum umræðum um starf deildarinnar.
Ungmennafélag Selfoss býður borðtennisdeildina hjartanlega velkomna í ungmennafélagsfjölskylduna og við hlökkum til að sjá deildina vaxa og dafna.