Egill með brons á Smáþjóðaleikunum

Egill
Egill

Egill Blöndal úr júdódeild Umf. Selfoss náði frábærum árangri ásamt félögum sínum í íslenska landsliðinu á Smáþjóðaleikunum sem fram fóru í Lúxemborg í lok maí. Þeir voru hársbreidd frá því að komast í úrslitaglímuna en unnu að lokum öruggan sigur á liði San Marínó í glímunni um bronsið.

Auk þess að vera í liði Íslands glímdi Egill í einstaklingskeppninni í -100 kg flokki en átti við ofurefli að etja og tapaði öllum sínum glímum enda að keppa við mun þyngri einstaklinga.

Einnig má geta þess að Selfyssingurinn Örn Davíðsson sem nú keppir fyrir FH náði í silfurverðlaun í spjókasti með kasti upp á 69,34 m.