handbolti-einar-olafur-vilhjalmsson
Handknattleiksdeild Hauka kallaði Grétar Ara Guðjónsson heim úr láni með stuttum fyrirvara á mánudag. Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss varð að hafa snöggar hendur enda lokaði félagsskiptaglugginn á mánudagskvöldið en eins og gefur að skilja er afar mikilvægt að hafa tvo öfluga markverði innan sinna herbúða.
Selfoss samdi við Einar Ólaf Vilmundarson um að ganga til liðs við félagið og er hann með samning til loka maí 2017. Einar Ólafur hefur ávallt verið leikmaður Hauka utan þess sem hann spilaði fyrir Stjörnuna á síðasta tímabili þegar þeir tryggðu sér sæti í Olís-deildinni, rétt eins og Selfyssingar. Góðar fréttir að fá þennan öfluga markmann til félagsins.
Einar Ólafur mun standa vaktina í marki Selfyssinga ásamt Helga Hlynssyni, markverði Selfoss, út tímabilið. Helgi hefur leikið stórt hlutverk í tveimur síðustu leikjum Selfoss þar sem Grétar Ari hefur ekki náð sér á strik.
---
Einar Ólafur kominn í vínrauða félagslitinn.
Ljósmynd: Umf. Selfoss