Upphitun fyrir fyrsta leik Selfoss í 1.deildinni lýkur með viðtali við Einar Pétur Pétursson, sem kom í sumar á láni frá uppeldisfélaginu sínu Haukum. Hann er einkar lunkinn vinstri hornamaður sem einnig getur spilað góða vörn fyrir framan í bæði 3-2-1 og 5-1. Hann á vonandi eftir að reynast liðinu góður styrkur í erfiðum vetri framundan.
Hvernig leggst komandi vetur í þig?
Hann leggst mjög vel í mig. Þetta á eftir að vera fullt af hörku leikjum sem gerir 1 deildina skemmtilega. En undirbúngingstímabilið hjá okkur var alveg mjög gott þótt við eigum eftir að bæta ýmislegt í bæði vörn og sókn. Fengum reyndar einn skell á Ragnarsmótinu en aðrir leikir hafa verið mjög góðir hjá okkur á köflum. Það er mikið af góðum og efnilegum strákum í 2-3 flokki sem eiga eftir stíga upp og breika hópinn talsvert þegar lýður á veturinn.
Hvað fékk þig til að koma á Selfoss?
Ég ákvað bara kýla á þetta, þurfti smá að hugsa mig um en svo var þetta enginn spurning eftir fyrstu æfingu. Mér finnst ég passa alveg 100% í liðið og get sjálfur bæt mig helling og það sem Selfoss hafði betur en önnur lið að það er mikið af sterkum leikmönnum sem kunna að spila handbolta. Ég vissi að Selfoss hefur alltaf átt góðan heimavöll sem öll lið þola ekki að koma á, enda mikil stemning á pöllunum.
Hvernig er stemningin í hópnum fyrir fyrsta leik?
Stemningin er eins og hún á að vera, menn spenntir í fyrsta leik og vilja byrja á fullum krafti og sýna sig enda svona leiðinlegasti parturinn búinn. (undirbúningstímabilið.)
Nú er fyrsti leikur gegn Gróttu, hvernig leggst hann í þig?
Þetta verður skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur enda á ég von á hörkuleik og smá kýting á milli leikmanna sem er ekkert verra. Þetta er svona týpískur leikur sem munar kannski 1-2 mörkum allann leikinn. Grótta er kannski með sterkasta liðið í deildinni enda spáð fyrsta sætinu sem mjög skiljanlegt enda voru þeir að spila í N1 deildinni. Þá er bara gott mission fyrir okkur að byrja á þeim og sækja sigur.
Eitthvað að lokum?
Mæli með að fólk komi að sjá okkur spila frábæran handbolta og það myndi hjálpa okkur mikið að fá stuðning úr pöllunum og sjá að fólk hefur trú á okkur sem við erum búnir að vera vinna í. Afram Selfoss ;)