Einar Sverrisson feb 2021
Selfyssingar töpuðu fyrir FH í Kaplakrika í Olísdeild karla í handbolta í gærkvöldi, 28-27.
Selfoss byrjaði leikinn vel og náði strax fjögurra marka forskoti á meðan ekkert gekk hjá FH í sókninni. Taflið snerist hins vegar við undir lok fyrri hálfleiks og FH náðu að jafna leikinn í 11-11 í hálfleik. FH var sterkari aðilinn í seinni hálfleik og náðu mest fjögurra marka forystu. Selfyssingar náðu að minnka muninn niður í eitt mark, en lengra komust Selfyssingar ekki og lokatölur því 28-27, FH í vil.
Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 8/1, Hergeir Grímsson 7/3, Alexander Már Egan 4, Ragnar Jóhannsson 4, Nökkvi Dan Elliðason 2, Magnús Öder Einarsson 1 og Tryggvi Þórisson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas varði 17/1 skot (37%).
Selfoss situr því í 5. sæti deildarinnar með 16 stig. Næsti leikur hjá Selfoss er gegn ÍR í Hleðsluhöllunni á fimmtudagskvöldið.
Mynd: Einar Sverrisson var markahæstur í leiknum með átta mörk.
Umf. Selfoss / SÁ