EM ferðalagið er hafið!

8 iðkendur, 3 þjálfarar og einn dómari frá Fimleikadeild Selfoss eru nú á leið til Baku í Azerbaijan en þar fer fram Evrópumót í hópfimleikum í komandi viku.

Iðkendurnir keppa í 4 af landsliðum Íslands, ení fullorðins flokki keppir Karolína Helga Jóhannsdóttir með kvennaliði Íslands og Birta Sif Sævarsdóttir og Silvia Rós Nokkala Valdimarsdóttir keppa með blönduðu liði fullorðinna.


Karolína Helga, Birta Sif og Silvia Rós
Myndir: Agnes Suto


Í unglingaliðunum keppa Elsa Karen Sigmundsdóttir, Kristín María Kristjánsdóttir, Magdalena Ósk Einarsdóttir og Victoria Ann Vokes með stúlknaliði Íslands og Katrín Drífa Magnúsdóttir keppir með blönduðu liði unglinga.

Elsa Karen, Kristín María, Magdalena Ósk, Victoria Ann og Katrín Drífa.
Myndir: Agnes Suto

Þjálfarar sem koma frá Selfoss eru Aníta Þorgerður Tryggvadóttir, þjálfara drengjaliðs Íslands, Mads Pind og Tanja Birgisdóttir sem þjálfara stúlknalið Íslands. 


Aníta Þorgerður, Mads Pind og Tanja Birgisdóttir
Myndir: Fimleikasamband Íslands

 Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri deildarinnar er einn af þremur dómurunum sem dæmir mótið fyrir Íslands hönd.

Ferðalagið verður langt en það tekur um sólarhring og samanstendur af þremur flugum hvora leið. Mánudagurinn kemur því til með að fara að miklu leiti í hvíld og endurheimt en á þriðjudaginn hefjast æfingar og á miðvikudag keppa unglingaliðin í undanúrslitum. Undanúrslit fullorðinsliðanna eru á fimmtudaginn, úrslit unglinga á föstudaginn og úrslit fullorðinsliðanna á laugardaginn, 19. október. Það verður því nóg að gera hjá öllum sem að verkefninu koma og virkilega viðburðarík vika framundan.
Á þessum hlekk er hægt að kaupa aðgang að streymi á mótinu: https://gymtv.online/product/WXORN2TusK_gn3i4o7iXXaQzHub_M2E-B1XRK1lW82Q
RÚV ætlar að sýna beint frá Evrópumótinu á laugardagsmorguninn og hvetjum við öll til þess að horfa. 

Við sendum alla okkar strauma til ykkar Azerbaijanfara, vonandi náið þið að taka inn stundina og njóta ykkar á stóra sviðinu - ÁFRAM ÍSLAND!