Endurkoma í hörkuleik á Hlíðarenda

Reynir Freyr Sveinsson
Reynir Freyr Sveinsson

Selfyssingar gerðu jafntefli við Val í gærkvöldi í Olísdeild karla, 27-27.  Hörkuleikur sem stóð undir nafni sem toppslagur í Olísdeildinni, góður handbolti og flott mæting í Origohöllina á þessu laugardagskvöldi.

Jafnræði var með liðum fram eftir fyrri hálfleik og jafnt á öllum tölum fyrsta korterið.  Þá náðu Selfyssingar í fyrsta sinn að koma muninum í tvö mörk 7-9.  Síðustu 10 mínútur hálfleiksins tóku Valsmenn hins vegar völdin og skoruðu að því virtist að vild og leiddu í hálfleik með þrem mörkum, 14-11.

Síðari hálfleikurinn byrjaði ekki ósvipað og sá fyrri endaði.  Valsmenn betra liðið fyrstu 10 mínúturnar og komu forystu sinni upp í sex mörk, 21-15.  Þá var eins og Selfyssingar hefðu þétt varnarleikinn og Valsmenn fengu ekki þessi auðveldu mörk.  Munurinn minnkaði hægt en örugglega nánast og þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum komust Selfyssingar svo yfir, 25-26.  Lokamínúturnar voru æsispennandi þar sem báðum liðum gekk illa að skora.  Valsmenn jöfnuðu þegar 20 sekúndur voru eftir og náðu Selfyssingar ekki að koma boltanum í netið í lokasókninni.  Jafntefli því niðurstaðan, 27-27.

Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 9, Árni Steinn Steinþórsson 4, Atli Ævar Ingólfsson 3, Guðni Ingvarsson 3, Alexander Már Egan 3, Hergeir Grímsson 2, Magnús Øder Einarsson 2, Reynir Freyr Sveinsson 1.

Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 17 (41%)

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Vísir.is og Mbl.is

Næstu leikur hjá strákunum er á laugardaginn í Hleðsluhöllinni kl. 18:00 gegn nýliðum HK.  Stelpurnar okkar eiga svo leik á þriðjudaginn 1. október kl. 19:30 gegn Fylki í Hleðsluhöllinni.


Reynir Freyr Sveinsson að skora fyrsta mark Selfyssinga gegn Val
Umf. Selfoss / ÁÞG