Agnes Sigurðardóttir
Stelpurnar unnu sex marka sigur gegn liði Víkings í kvöld, 19-25. Þetta var leikur í annar leikur þeirra í Grill 66 deildinni.
Selfyssingar byrjuðu leikinn betur náðu fljótt frumkvæðinu. Um miðjan fyrri hálfleikinn var munurinn orðin 4 mörk, 4-8. Þá var eins og lukkan hafi yfirgefið Selfossliðið og enduðu mörg góð færi í eða framhjá stönginni. Víkingsstelpur nýttu sér það og leiddu með einu marki í hálfleik, 12-11.
Jafnræði var með liðunum stærstan hluta seinni hálfleiks sem einkenndist af frekar hægum leik og löngum sóknum. Þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum settu stelpurnar í næsta gír, bættu í hörkuna í vörninni og juku hraðann. Það dugði til að komast framúr og hrista Víkingana af sér og landa að lokum sex marka sigri, 19-25.
Mörk Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 8, Agnes Sigurðardóttir 7, Rakel Guðjónsdóttir 3, Katla María Magnúsdóttir 3, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Elín Krista Sigurðardóttir 1
Varin skot: Henriette Ostegaard 17 (47%)
Næsti leikur hjá stelpunum er gegn Fylki þriðjudaginn 1. október í Hleðsluhöllinni. Strákarnir mæta hins vegar Valsmönnum annað kvöld kl 20:15 að Hlíðarenda.
Agnes Sigurðardóttir skoraði 7 mörk gegn Víkingum í kvöld
Umf. Selfoss / JÁE