Eva María með verðlaunin sín fyrir að stökkva yfir 1.80m og lenda í 4.sæti
Hin bráðefnilega Eva María Baldursdóttir keppti á sunnudaginn í hástökki á ACC (Atlantic Coast Conference) meistaramóti sem haldið var í Louisville KY. Eva María endaði í 4.sæti þegar hún vippaði sér yfir 1.80m í þriðju tilraun og átti góða tilraun við 1.83m. Sigurvegarinn stökk yfir 1,89m. Eva María vann sér inn 4 stig fyrir skólann sinn (Pittsburgh) með stökkinu og jafnaði einnig eigið HSK met í flokki 20-22 ára sem hún setti þann 19.jan sl. HSK metið í kvennaflokki er í eigu Þórdísar Gísladóttur frá árinu 1988 en það er 1.87m.