Eyþór áfram með Selfoss

Eyþór Lárusson hefur samið til þriggja ára við handknattleiksdeild Umf. Selfoss um þjálfun meistaraflokks kvenna.

Eyþór hefur verið aðalþjálfari meistaraflokks kvenna síðan sumarið 2022. Þar áður hafði hann þjálfað yngri flokka Selfoss í 15 ár.

„Ég er spenntur fyrir því að vinna með Selfossliðinu næstu árin og taka áfram þátt í uppbyggingu kvennahandboltans á Selfossi. Við erum rétt að byrja!“

Deildin tekur undir þetta með Eyþóri. Það var gaman að fylgjast með meistaraflokki vaxa allt síðasta tímabil og fyrir höndum er spennandi næsta skref í uppbyggingunni.