Festum mörkin og komum í veg fyrir dauðsfall

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Oftar en ekki þarf sorglegan atburð til að fólk taki við sér. Einn slíkur gerðist nýlega í Noregi þar sem handboltamark sem ekki var fest féll ofan á höfuð 7 ára drengs. Drengurinn lést af sárum sínum eftir slysið.

Við viljum biðja ykkur um að lesa það sem hefur verið skrifað á vefsíðuna leikmenn.is.

Leikmannasamtök Íslands vilja biðja alla, leikmenn, þjálfara, húsverði, foreldra og alla þá sem koma nálægt íþróttum hvort sem er inni í húsi eða út á velli að kanna hvort að mörkin séu ekki örugglega föst áður en æfing byrjar. Þetta á ekki við einu sinni á dag, heldur fyrir hverja æfingu því markið gæti hafa losnað á meðan á æfingu stendur. Borgaryfirvöld og bæjarfélög eru einnig beðin um að athuga mörk og annað þar sem börn geta verið að leik á kvöldi til.

Slysin gera því miður ekki boð á undan sér og hræðilegir atburðir eins og þessir mega ekki gerast. Látum þetta ekki gerast á Íslandi.

Við hvetjum alla sem sjá póst þennan að deilda honum. Hvort sem það er á fésbók, twitter, bloggi, fjölmiðlum, heimasíðum félaga eða bara hvar sem er.

Þetta snertir okkur öll og mikilvægt að við vinnum saman í að þetta gerist ekki hér á landi. Lítið átak og umræða getur bjargað mannslífi.