Minningarmót III
Fyrri hluti árlegs minningarmóts um Magnús Arnar Garðarsson var haldið með glæsibrag sunnudaginn 3. maí í íþróttahúsi Vallaskóla.
Iðkendur frá 8 ára aldri tóku þátt en mótið er uppskera iðkenda eftir strangar æfingar vetrarins. Hvert og eitt lið fékk viðurkenningu fyrir sitt besta áhald á mótinu.
Jafnframt nýta iðkendur mótið til að renna keppnisæfingum í gegn fyrir síðasta mót vetrarins en meirihluti þátttakenda er að fara á vormót Fimleikasambandsins sem fram fer á Egilsstöðum 15.-17. maí.
Í lok mótsins voru árlegar viðurkenningar til iðkenda veittar fyrir framfarir og ástundun, efnilegasta unglinginn og félaga ársins. Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir var kosin félagi ársins. Eysteinn Máni Oddsson og Alma Rún Baldursdóttir voru kosin efnilegustu unglingarnir og fyrir framför og ástundun fengu Rikharð Atli Oddsson og Aníta Sól Tyrfingsdóttir viðurkenningu.
Fimleikadeildin óskar þeim öllum innilega til hamingju með titlana.
ob
---
F.v. Eva Grímsdóttir og Konráð Oddgeir Jóhannsson fimleikafólk ársins 2014, Rikharð Atli Oddsson, Aníta Sól Tyrfingsdóttir, Eysteinn Máni Oddsson, Alma Rún Baldursdóttir og Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir.