9139504966_4b82db38a8
Frjálsíþróttasamband Íslands sendir fullmannað landslið í Evrópubikar landsliða í fjölþraut sem fram fer á Madeira í Portúgal nú um helgina. Ísland er í 2. deild ásamt Danmörku, Írlandi, Ísrael, Króatíu, Litháen, Noregi, Portúgal, Rúmeníu, Serbíu og Slóvakíu. Fjóla Signý Hannesdóttir frá Selfossi tekur þátt í sjöþraut ásamt þremur öðrum stúlkum og telja þrjár stigahæstu til stiga. Ísland sendir einnig þrjá pilta til keppninnar. Tvö efstu liðin í sameiginlegri stigakeppni færast upp um deild. Fjóla Signý hefur þrautina með 100 m grindahlaupi klukkan 10:40 að staðartíma.