Fjórða umferð Íslandsmótsins í motocross var haldin í nýrri braut UMFS í Bolöldu, er þetta fyrsta Íslandsmótið sem haldið er þessari braut og fyrsta mótið sem deildin heldur á nýjum stað.
Dagurinn heppnaðist vel, veðrið lék við keppendur og áhorfendur. Rúmlega 60 keppendur voru skráðir til leiks. Félagsmenn frá UMFS kepptu í fjórum flokkum.
Ásta Petrea Hannesdóttir byrjaði daginn vel og vann fyrsta moto dagsins í kvennaflokk, en lenti í því í þriðja moto-i að hjólaði bilaði sem varð til þess að hún náði ekki að klára motoið og lenti því ekki á verðlaunapalli í þetta sinn, en Ásta Petrea hefur verið á verðlaunapalli í öllum fyrri keppnum sumarsins.
Eric Máni Guðmundsson sigraði MX2 flokkinn eftir hörku baráttu við Leon sem varð í öðru sæti, en Eric Máni hefur unnið öll moto sumarins og fer því inn í síðustu keppni sumarsins þann 31. ágúst nk. með fullt hús stiga.
Alexander Adam vann holuskotið í öðru moto og var í hörku baráttu um fyrsta sæti við Eið Orra Pálmarsson í því moto, en Eiður náði honum í lok motosins og endaði þá Alexander því í þriðja sæti eftir daginn, í flokknum í MX1.
Annel Adam stóð sig hrikalega vel og heldur áfram að bæta sig og safna í reynslubankann.
Síðast umferð Íslandsmótsins fer fram í Motomos 31. ágúst næstkomandi.