Teitur Örn Einarsson
Selfoss lagði Fram á útivelli í Olís-deild karla í gær. Leikurinn, sem endaði 33-35, var mikil skemmtun sem bauð upp á fullt af mörkum en staðan í hálfleik var 15-18.
Selfyssingar voru með frumkvæðið stærstan hluta leiksins en undir lok hans jöfnuðu Framarar 32-32. Strákarnir okkar voru hins vegar sterkari á endasprettinum og skoruðu tvö seinustu mörk leiksins.
Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.
Teitur Örn Einarsson átti stórleik og var markahæstur með 11 mörk, Haukur Þrastarson og Elvar Örn Jónsson skoruðu 6, Hergeir Grímsson 5, Atli Ævar Ingólfsson og Guðni Ingvarsson 3 og Einar Sverrisson 1. Helgi Hlynsson varði 7 skot og Sölvi Ólafsson varði 5 skot.
Strákarnir taka á móti Íslandsmeisturum Vals í íþróttahúsi Vallaskóla fimmtudaginn 28. september kl. 19:30 og má búast við troðfullu húsi.
Teitur Örn var markahæstur með 11 mörk
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE