Landsbankamót II
Landsbankamótið í handbolta fór fram helgina 24.-26. apríl en á mótinu kepptu 873 keppendur í 7. flokki drengja og stúlkna í 179 liðum frá 17 félögum auk þess sem fjöldi þjálfara og foreldra tók þátt en gera má ráð fyrir að vel yfir 2.000 manns hafi sótt Selfoss heim um helgina gagngert vegna mótsins.
Spilaðir voru rúmlega 500 handboltaleikir á sex völlum í íþróttahúsi Vallaskóla og Iðu frá föstudegi til sunnudag. Þökk sé öflugu foreldrastarfi hjá handknattleiksdeildinni og reynslu í mótahaldi að dæmið gengur upp en þetta er í tólfta árið í röð sem svona stórt handboltamót er haldið á Selfossi.
Handknattleiksdeild Selfoss þakkar öllum þátttakendum kærlega fyrir komuna á Selfoss og vonar að allir hafi átt ánægjulegar stundir við skemmtilega handboltaiðkun.
Á Fésbókarsíða Landsbankamótsins 2015 má finna ógrynni skemmtilegra mynda sem Jóhannes Ásgeir Eiríksson tók á mótinu.