Þorrablót 2015 - vefur (2)
Gleðin var svo sannarlega við völd á Selfossþorrablótinu 2015 sem haldið var í Hvítahúsinu laugardaginn 24. janúar.
Var það mál manna að vel hefði tekist til hjá Ungmennafélaginu að skipuleggja dagskrá blótsins sem stýrt var af miklum myndarbrag af Torfa Ragnari Sigurðssyni lögfræðingi og einum helsta stuðningsmanni Selfoss. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra Íslands flutti skemmtilega ræðu þar sem hann tengdi saman Selfoss, Kína og Flóaáveituna við góðan byr frá gestum.
Kjartan Björnsson og kona hans Ingunn Helgadóttir voru heiðursgestir kvöldsins en Kjartani var jafnframt afhentur Selfosssprotinn 2015 fyrir framlag sitt til menningarmála á Selfossi. Kjartan er frumkvöðull í mörgum hlutum og hefur ásamt Einari bróður sínum borið hitann og þungann af þeim þrettán þorrablótum sem haldin hafa verið á Selfossi. Á öllum þeim þorrablótum hefur Kjartan afhent Selfosssprotann til valinkunna Selfyssinga sem hafa gert menningu og listum hátt undir höfði á Selfossi. Þó leiðir Selfossþorrablótsins og Selfosssprotans skilji við þessi tímamót er hann í góðum höndum Kjartans sem afhendir hann á komandi árum við nýtt tilefni.
Félagar úr Karlakór Selfoss stýrðu fjöldasöng svo undir tók í húsinu en að lokum var það Stuðlabandið sem hélt uppi stuðinu fram á rauða nótt.
Skemmtilegt og vel heppnað þorrablót Umf. Selfoss sem framhald verður á.
Einar Björnsson var með myndavélina á lofti og smellti nokkrum góðum myndum af stemningunni.