Góður árangur á haustmóti JSÍ

Júdó Haustmót JSÍ
Júdó Haustmót JSÍ

Selfyssingar náðu góðum árangri á haustmóti Júdósambandsins sem haldið var í Grindavík 10. október. 55 keppendur frá sjö félögum voru mættir til Grindavíkur þar af mættu átta keppendur frá Júdódeild Selfoss og stóðu þeir sig allir mjög vel.

Böðvar Arnarson varð annar í U13 -66 kg en hann þurfti að keppa upp fyrir sig í þyngd.

Í U15 -42 kg varð Krister Frank Andrason í fyrsta sæti en hann var einnig að keppa upp fyrir sig. Í U15 -66 kg hreppti Hrafn Arnarson fyrsta sætið og Haukur Þór Ólafsson annað sætið. Í U15 -90 kg hlaut Halldór Ingvar Bjarnason fyrsta sætið, hann var að keppa tveimur flokkum upp fyrir sig.

Í U18 -73 kg varð Ýmir Ingólfsson í sjötta sæti.  Í U18 -90 kg náði Grímur Ívarsson fyrsta sæti.

Egill Blöndal var einnig skráður til leiks en hann fékk enga keppendur.

Öll úrslit mótsins má finna á heimasíðu JSÍ.

---

Flottir strákarnir okkar sem náðu góðum árangri í Grindavík.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Arnar Ólafsson

20151010_131412_resized 20151010_131552_resized 20151010_131315_resized