Góður árangur í bikarkeppni 15 ára  og yngri

HSK í bikarkeppni 15 ára og yngri 2014
HSK í bikarkeppni 15 ára og yngri 2014

Bikarkeppni 15 ára og yngri fór fram sunnudaginn 24. ágúst á Varmárvelli í Mosfellsbæ, alls voru níu lið skráð. HSK sendi blandað lið af yngri og eldri til leiks en alls voru 20 keppendur sem fóru á mótið með varamönnum. Mikil samheldni og stemning var í hópnum og voru allir tilbúnir að leggjast á árarnar og gera sitt allra besta fyrir liðið. Hver keppandi má keppa í tveimur greinum, auk boðhlaups.

Styrmir Dan Steinunnarson, Umf. Þór, sigraði 100 m grindarhlaup á tímanum 15,03 sek og varð einnig í fyrsta sæti í langstökki þar sem hann stökk 5,72 m.

Pétur Már Sigurðsson, Selfossi, varð í öðru sæti í kringlukasti með kast uppá 37,74 m og í hástökki stökk hann 1,70 m sem skilaði honum öðru sætinu.

Jónína Guðný Jóhannsdóttir, Selfossi, varð í öðru sæti í kringlukasti með kast upp á 30,26 m og í þriðja sæti í kúluvarpi þar sem hún varpaði kúlunni 9,61 m.

Í stigakeppninni urðu HSK-stúlkur í fimmta sæti með 49 stig, HSK-piltar voru í þriðja sæti með 54 stig og í heldarstigakeppninni hafnaði HSK í fjórða sæti með 103 stig. Heildarúrslit mótsins má finna á vef FRÍ.

Framtíðin er svo sannarlega björt í frjálsum.

Frétt af vef HSK.

---

Lið HSK í bikarkeppni 15 ára og yngri.
Mynd: HSK