Selfoss 2 mætti Haukum 2 í 3.flokki á sunnudag. Strákarnir léku mjög vel í leiknum og kláruðu leikinn í fyrri hálfleik. Lokatölur voru 25-17 en Selfoss var einnig 8 mörkum yfir í hálfleik.
Selfoss leiddi frá byrjun en framan af leik voru Haukarnir skammt undan. Í stöðunni 9-7 kom frábær kafli hjá Selfossi. Vörnin small algjörlega saman og liðið gerði 7 mörk gegn einungis 1 frá Haukum það sem eftir var hálfleiks. Staðan því 16-8 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var jafn en varnir beggja liða voru sterkar.
Það sem mestu skipti var hve öflugur varnarleikur Selfyssinga var í leiknum. Þegar vörnin er svona sterk á liðið alltaf möguleika á sigri. Þá var gaman að sjá hvernig Selfoss leysti það bragð Haukamanna að taka leikmann úr umferð mest allan leikinn.