Gumma og Luka leikmenn ársins

Meistaraflokkur
Meistaraflokkur

Guðmunda Brynja Óladóttir og Luka Jagacic voru valin leikmenn ársins á glæsilegu lokahófi Knattspyrnudeildar Umf. Selfoss sem haldið var í Hvítahúsinu á laugardag.

Fjöldi viðurkenninga var veittur á lokahófinu. Að loknu borðhaldi og skemmtiatriðum undir stjórn Einars Bárðarsonar skemmti Sálin hans Jóns míns knattspyrnufólki fram á nótt.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um alla sem fengu viðurkenningu frá knattspyrnudeildinni.

Verðlaunahafar í 2. flokki kvenna
Leikmaður ársins: Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir
Markadrottning: Katrín Rúnarsdóttir
Framför og ástundun: Harpa Hlíf Guðjónsdóttir

Verðlaunahafar í 2. flokki karla
Leikmaður ársins: Birkir Pétursson
Markakóngur: Ísak Eldjárn Tómasson
Framför og ástundun: Frey Sigurjónsson og Richard Sæþór Sigurðsson

Verðlaun fyrir spilaða leiki kvenna

50 leikir
Bríet Mörk Ómarsdóttir
Erna Guðjónsdóttir
Eva Lind Elíasdóttir
Hrafnhildur Hauksdóttir
Kristrún Rut Antonsdóttir

100 leikir
Anna María Friðgeirsdóttir
Katrín Ýr Friðgeirsdóttir
Guðmunda Brynja Óladóttir

Verðlaunahafar í meistaraflokki kvenna
Leikmaður ársins: Guðmunda Brynja Óladóttir
Efnilegasti leikmaður: Erna Guðjónsdóttir
Markadrottning: Guðmunda Brynja Óladóttir
Framfarir og ástundun: Kristrún Rut Antonsdóttir
Guðjónsbikarinn: Katrín Ýr Friðgeirsdóttir

Verðlaun fyrir spilaða leiki karla

50 leikir
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Magnús Ingi Einarsson
Svavar Berg Jóhannsson
Luka Jagacic

100 leikir
Andrew James Pew

150 leikir
Ingi Rafn Ingibergsson

250 leikir
Einar Ottó Antonsson

Verðlaunahafar í meistaraflokki karla
Leikmaður ársins: Luka Jagacic
Efnilegasti leikmaður: Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Markakóngur: Luka Jagacic
Framför og ástundun: Haukur Ingi Gunnarsson
Guðjónsbikarinn: Einar Ottó Antonsson

Óeigingjarnt starf í þágu deildarinnar
Hjónin Gissur Jónsson og Hafdís Jóna Guðmundsdóttir og Sigurður Sigurjónsson og Svandís Ragnarsdóttir fyrir að taka leikmenn meistaraflokks kvenna inn á heimili sín.

Félagar ársins
Selma Sigurjónsdóttir og Alma Sigurjónsdóttir fyrir frábært starf en þær hafa verið á öllum stöðum hvort sem er meistaraflokki kvenna eða karla og verið í unglingaráði í mörg ár.

---

Efsta mynd: Luka, Haukur Ingi, Guðmunda Brynja, Kristrún Rut, Erna og Þorsteinn Daníel.
Fyrir neðan: Sunneva Hrönn, Katrín og Harpa Hlíf.
Neðsta mynd: Birkir, Ísak Eldjárn og Richard Sæþór.
Myndir: Umf. Selfoss/Inga Heiða Heimisdóttir

2. fl. kvk 2. fl. kk