Ak.ferð
Skráning í handboltaskóla Selfoss hefur farið gífurlega vel af stað og greinilega mikill áhugi fyrir handboltaæfingum yfir sumartímann. Það stefnir því í mjög skemmtilegan handboltaskóla þar sem krakkar verða á öllum aldri. Aldursbilið í skólanum nær frá 2000-2005 og hefur fjöldi krakka í öllum þessum árgöngum þegar skráð sig.
Handboltaskólinn hefst eftir slétta viku, mánudaginn 10. júní. Um þrjú vikunámskeið er að ræða og kostar hver vika einungis 2500 krónur. Ef skráð er á öll námskeiðin er kostnaður fyrir allar þrjár vikurnar 6000 krónur samanlagt.
Æfingarnar verða frá 10-12 á mánudögum til föstudags og fer handboltaskólinn fram bæði inni í íþróttahúsi Vallaskóla og einnig utanhúss.
Vikurnar eru:
10. – 14. júní
18. – 21. júní (byrjar á þriðjudegi)
24. – 28. júní
Skráning í handboltaskólann er á netfangið stefanarna@gmail.com eða í 868-7504