FRÍ logo blátt
Helgina 15-17. nóvember munu úrvals-, afreks- og landsliðshópur hittast í Laugardalnum til að hreyfa sig og fá fræðslu. Yngri kynslóðin keppir á laugardeginum á Silfurleikum ÍR á meðan þau eldri fá fræðslu um hin ýmsu efni. Á sunnudeginum fá þau yngri fræðslu meðan þau eldri fara í sameiginlega hreyfingu.
Selfyssingar eiga fimm fulltrúa í úrvalshópnum en það eru þau Halla María Magnúsdóttir, Harpa Svansdóttir, Teitur Örn Einarsson, Sigþór Helgason og Sólveig Helga Guðjónsdóttir. Auk þess er Fjóla Signý Hannesdóttir að sjálfsögðu í landsliðshópnum.
Sjá nánar á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins.