Move-Week-Hreyfivika
Sveitarfélagið Árborg tekur þátt í Hreyfiviku UMFÍ eða MOVE WEEK dagana 21.–27. september. Ýmsir viðburðir og tilboð verða í gangi í sveitarfélaginu í tilefni af vikunni.
Frítt í sundlaugar Árborgar 21. til 24. september.
Frískir flóamenn hlaupa frá Sundhöll Selfoss þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:15. Nýliðar sérstaklega velkomnir í hópinn. Ekkert mál að byrja.
Laugardag 26. september kl. 11:00 Sólheimahlaup – Frískir flóamenn hlaupa frá Borg í Grímsnesi með íbúum Sólheima og öðrum áhugasömum. Hver hreyfir sig á sínum hraða en endað er á Sólheimum þar sem einum íbúa er veitt viðurkenning fyrir dugnað við hreyfingu á árinu.
Sunundag 27. september kl. 10:00 – 12:00 – Fjölskyldutími í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. Foreldrar geta komið í íþróttasalinn með börnunum og fjölskyldan leikið sér saman.
Líkamsræktarstöðvar og ýmsar verslanir á Selfossi verða með tilboð:
- Frítt í Sportstöðina 26. september kl. 9:00 – 16:00 og 10% afsláttur af kortum þennan dag.
- Vatn og heilsa með opna þrektíma í Sundhöll Selfoss mánudag 21. september og miðvikudag 23. september kl. 19:00 – 19:50.
- Lifandi hús og Danssport með kynningardag laugardag 26. september kl. 10:00 – 12:00 að Eyravegi 37.
- Intersport, Efnalaug Suðurlands og Skóbúð Selfoss Sportbær með tilboð á ýmsum íþróttavörum.
Íbúar eru hvattir til að huga vel að heilsunni þessa viku sem aðrar og um að gera að nýta t.d. hjólið áfram þótt það sé að koma haust.
Fylgist nánar með á heimasíðu Árborgar.