HSK í fjórða sæti í bikarkeppni FRÍ

37127952_10214150485773667_2457984048056762368_n
37127952_10214150485773667_2457984048056762368_n

HSK lið fullorðinna varð í fjórða sæti í bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) sem fór fram í Borgarnesi 28. júlí sl. Liðið hlaut 63 stig en það var lið ÍR sem sigraði með 116 stigum og FH í öðru sæti með 113 stig. Níu lið mættu til leiks. Silfur vannst í tveimur greinum, Hildur Helga Einarsdóttir krækti sér í silfur þegar hún kastaði spjótinu 38,48 m og Dagur Fannar Magnússon kastaði sleggjunni 47,35 m og náði einnig silfri. Þrjú bronsverðlaun unnust og voru þar að verki þau Thelma Björk Einarsdóttir í kringlukasti (35,86 m), Fjóla Signý Hannesdóttir í 100 m grindahlaupi (15,45 sek) og Eva María Baldursdóttir í hástökki (1,71 m). Eva María setti HSK met í hástökki í fjórum aldursflokkum þegar hún stökk 1,71 m, metin eru í flokki 15 ára, 16-17 ára, 18-19 ára og flokki 20-22 ára. Ýmir Atlason bætti sig í stangarstökki þegar hann vippaði sér yfir 3.50 m.

Hér að neðan má sjá árangur HSK-fólks

Karlar:
100 m hlaup: Dagur Fannar Einarsson           12,18 sek.   7. sæti                      
400 m hlaup: Sindri Freyr Seim Sigurðsson  55,45 sek.    7. sæti
110 m grind: Hákon Birkir Grétarsson           19,00 sek      5. sæti
Stangarstökk: Ýmir Atlason                               3,50 m          4. sæti
Langstökk: Dagur Fannar Einarsson               6,11 m           5. sæti
Sleggjukast: Dagur Fannar Magnússon         47,35 m         2. sæti
Kúluvarp: Stefán Narfi Bjarnason                    10,80 m       6. sæti
1000m boðhlaup (Sindri, Stefán,Jónas, Dagur)     2:11,04         6. sæti

Konur:
100 m hlaup: Guðrún Heiða Bjarnadóttir     13,41 sek     5. sæti
400 m hlaup: Fjóla Signý Hannesdóttir         60,89 sek.    6. sæti
1500m hlaup: Ingibjörg Hugrún Jóhannesd 6:24,96 mín 7. sæti
100 m grind: Fjóla Signý Hannesdóttir          15,45 sek      3. sæti
Hástökk: Eva María Baldursdóttir                   1,71 m           3. sæti
Þrístökk: Eva María Baldursdóttir                   11,28 m        4. sæti
Spjótkast: Hildur Helga Einarsdóttir               38,48 m        2. sæti
Kringlukast: Thelma Björk Einarsdóttir          35,86 m       3. sæti
1000m boðhlaup (Guðrún, Sólveig, Fjóla, Birta)    2:34,04         6. sæti