ÍBV sigraði Selfoss í vítakastkeppni

DSC05145
DSC05145

ÍBV sigraði Selfoss í vítakastkeppni eftir spennandi leik um 3. sæti Ragnarsmóts karla, lokatölur voru 31-32. Leikurinn var í járnum nær allan leikinn og hvorugt liðið náði að slíta sig frá hinu. Eyjamenn leiddu með einu marki í hálfleik 14-15. Áfram var leikurinn í járnum og staðan eftir venjulegan leiktíma var 26-26. Því þurfti að grípa til vítakastkeppni þar sem ÍBV skoruðu úr öllum sínum köstum en Selfyssingar brenndu af einu vítakasti. Lokatölur leiksins voru því 31-32. 

Mörk Selfoss: Arnór Logi Hákonarson 6, Tryggvi Þórisson 5, Guðjón Baldur Ómarsson 5, Elvar Elí Hallgrímsson 3, Guðmundur Hólmar Helgason 3, Einar Sverrisson 3, Ísak Gústafsson 2.

Varin skot: Vilius Rasimas 11 (31%) og Alexander Hrafnkelsson 7 (54%)

Mörk ÍBV: Hákon Daði Styrmisson 7, Dagur Arnarson 6, Arnór Viðarsson 5, Svanur Páll Vilhjálmsson 2, Ásgeir Snær Vignisson 2, Örn B. Halldórsson 2, Gabríel Martinez 1, Friðrik Hólm Jónsson 1.

 

Varin skot: Björn Viðar Björnsson 7 (29%) og Petar Jokanovic 5 (26%)


Mynd: Arnór Logi Hákonarson var markahæstur Selfyssinga með 6 mörk.
Umf. Selfoss / ESÓ