ISI-logo
ÍSÍ býður upp á námskeið fyrir fararstjóra í íþróttaferðum í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, miðvikudaginn 10. maí. Þátttaka er öllum heimil án endurgjalds á meðan húsrúm leyfir en námskeiðið mun fara fram á 3. hæð Íþróttamiðstöðvarinnar í E - sal, kl. 17:00-19:00.
Gústaf Adólf Hjaltason verður fyrirlesari á námskeiðinu en hann hefur margra ára reynslu úr íþróttastarfinu og sat meðal annars í framkvæmdarstjórn ÍSÍ. Farið verður yfir þá fjölmörgu þætti sem hafa þarf í huga varðandi hlutverk fararstjóra í keppnis- og æfingaferðum á vegum íþróttahreyfingarinnar, bæði innanlands og erlendis. Gústaf Adólf veitir ýmsar gagnlegar upplýsingar til handa þeim fjölmörgu foreldrum og sjálfboðaliðum sem taka að sér fararstjórn innan íþróttahreyfingarinnar.
Námskeiðið verður þátttakendum að kostnaðarlausu en sætaframboð er takmarkað. Þessi námskeið hafa verið mjög vinsæl og því um að gera að skrá sig í tíma. Allir þátttakendur fá skjal frá ÍSÍ með staðfestingu á þátttöku að námskeiðinu loknu.
Skráning fer fram á vefsíðu ÍSÍ.