Drengir eldri í 2. sæti
Helgina 19. - 20. maí fór fram seinni hluti Íslandsmóts unglinga. Mótið fór fram á Egilsstöðum og Selfoss sendi þangað stóran hóp keppenda eða 9 lið.
Stemmingin á Egilsstöðum var frábær, hóparnir áttu góða helgi og komu sumir með verðlaunapeninga heim.
Í 4. flokki átti Selfoss fjögur lið og var eitt af fjölmennustu félögunum í þessum flokki.
Selfoss 1 lenti í 3. sæti í A-deild, sem er frábær árangur þar sem yfir 30 lið hafa keppt í 4. flokki í vetur
Selfoss 2 lenti í 6. sæti í B-deild og Selfoss 3 gerði sér lítið fyrir og sigraði B-deildina. Virkilega vel gert hjá stelpunum!
Selfoss 4 keppti í C-deild og varð þar í 3. sæti. Framtíðin hjá stelpunum okkar er greinilega björt!
Í 3. flokki átti Selfoss 3 lið.
Selfoss 1 keppti í sterkustu deildinni, A-deild og varð þar í 7. sæti. Selfoss 2 varð í 7. sæti í C-deildinni og Selfoss 3 átti góðan dag í B-deildinni og fengu 3. sætið þar.
Við erum stolt af því að hafa getað sent 2 drengjalið til keppni, en kke varð í 2. sæti á mótinu eftir harða keppni við Stjörnuna og kky lenti í 3. sæti - hársbreidd frá silfrinu.
Takk fyrir frábæra helgi, kæru iðkendur, þjálfarar, foreldrar og dómarar. Innilega til hamingju með árangurinn - Áfram Selfoss!