itrottaskoli vor 2020
Ný námskeið í íþróttaskóla barnanna hefst sunnudaginn 19. janúar og er skráning í fullum gangi. Námskeiðin fara fram í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla. Umsjónarmenn íþróttaskólans eru Berglind Elíasdóttir, íþrótta- og heilsufræðingur, og Inga Sjöfn Sverrisdóttir, sjúkraþjálfari, ásamt aðstoðarþjálfurum.
Æfingatímar eru eftirfarandi:
Klukkan 9:30-10:20: Hópur 1 fyrir börn fædd 2017-2019.
Klukkan 10:30-11:20: Hópur 2 fyrir börn fædd 2015-2017.
Klukkan 11:30-12:20: Hópur 3 fyrir börn fædd 2014-2016.
Aldursskiptingin skarast og velja foreldrar þann hóp sem hentar þeirra barni best, með það í huga að hóparnir eru miskrefjandi. Einnig mega systkini vera saman í hóp þó þau passi ekki inn í sama aldurshóp. Námskeiðið kostar kr. 16.500 og fer skráning fram í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra á slóðinni selfoss.felog.is.