Gunnar
Strákarnir í 3. flokki mættu Frömurum í Vallaskóla í gærdag. Eftir mikinn baráttuleik þar sem Selfoss leiddi mest allan tímann urðu lokatölur 21-21 jafntefli.
Leikurinn einkenndist af mjög góðum varnarleik báðum megin en liðin áttu erfitt með að skora, sérstaklega í fyrri hálfleik. Selfoss var 8-6 yfir en Fram gerði seinustu þrjú mörk hálfleiksins og leiddi 8-9 í hálfleik. Aðeins meira var skorað í síðari hálfleik og náði Selfoss þar tökum á leiknum. Strákarnir voru komnir 16-13 og munurinn 2-3 mörk alveg upp í 21-18. Eftir það gekk erfiðlega að skora. Selfoss átti 3 eða 4 stangar- og slárskot, en alls voru þau 8 í leiknum, og fékk svo ekki augljóst vítakast í stöðunni 21-20. Fram jafnaði svo í lokinn og urðu lokatölur 21-21.
Varnarleikurinn og frábær markvarsla (53%) hjá Sölva var það sem kom liðinu í þá stöðu sem það var í undir lok leiks. Árni og Gunnar léku frábærlega í vörn og voru aðrir góðir að auki. Í sókninni dróg Gísli Þór vagninn í síðari hálfleik.
Liðið er að koma til og að leika með meiri hugsun en áður. Örlítið meiri klókindi undir lok leiks hefðu skilað liðinu 2 stigum í stað þess að fá bara 1. Það gerist vonandi næst enda snýst þetta um að bæta sig og læra.