KA/Þór númeri of stórar

Henriette
Henriette

Stelpurnar féllu í kvöld úr leik í 16-liða úrslitum Coca Cola bikarkeppni HSÍ þegar þær mættu KA/Þór í Hleðsluhöllinni, 21-29.

Selfyssingar virkuðu stressaðar í upphafi leiks og gengu Akureyringar á lagið og leiddu 1-6 þegar 10 mínútur voru liðnar af leiknum.  Stelpurnar náðu að vinna sig aftur inn í leikinn og náðu að hlaupa með KA/Þór út hálfleikinn, staðan í hálfleik 9-13.

Akureyringar tóku smá áhlaup í upphafi síðari hálfleiks, en með góðri vörn og frábærri markvörslu héldu stelpurnar sér inn í leiknum.  Staðan um miðjan hálfleikinn 17-21.  Akureyringar sýndu svo reynslu sína og gæði á lokakaflanum og sigldu heim öruggum sigri, 21-29.  Í heildina mjög góður leikur hjá afar ungu Selfossliði gegn reynsluboltum í KA/Þór.

Mörk Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 9/3, Katla María Magnúsdóttir 3, Agnes Sigurðardóttir 3, Rakel Guðjónsdóttir 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 1, Elín Krista Sigurðardóttir 1, Sigríður Lilja Sigurðardóttir 1, Þuríður Ósk Ingimarsdóttir 1.

Varin skot: Henriette Østergaard 21 (44%)

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is.

Næsti leikur hjá stelpunum er á sunnudagskvöldið þegar þær taka á móti FH í Hleðsluhöllinni, slagur toppliðanna í Grill 66 deildinni.  Strákarnir eiga svo leik á mánudagskvöldið gegn Haukum á Ásvöllum, enn einn stórleikurinn í toppbaráttu Olísdeildarinnar. 


Henriette var frábær í kvöld.
Umf. Selfoss / ÁÞG