fullsizeoutput_3608
Glæsilegt lokahóf knattspyrnudeildarinnar var haldið í Hvítahúsinu laugardaginn 22. september. Auðunn Blöndal stjórnaði veislunni að mikilli snilld, boðið var upp á glæsilegt steikarhlaðborð og þar eftir mætti hljómsveitin Í Svörtum Fötum og lék fyrir fjörugum dansi fram á rauða nótt.
Venju samkvæmt voru veitt verðlaun til leikmanna meistaraflokks og 2. flokks karla og kvenna.
Guðmundur Axel Hilmarsson og Allyson Paige Haran voru í lok kvölds veðlaunuð sem bestu leikmenn sumarsins hjá karla og kvennaliði Selfoss.
Jón Karl Jónsson var heiðraður sérstaklega fyrir að vera félagi ársins ásamt því að Anna Dóra Ágústsdóttir og Selma og Alma Sigurjónsdætur voru heiðraðar fyrir óeigingjarnt starf í þágu deildar.
Með svona kjarnafólk í kringum starfið ganga hlutirnir mun betur fyrir sig!
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá kvöldinu ásamt lista yfir verðlaunahafa kvöldsins