A-landslið kvenna
Stelpurnar okkar tryggðu sér sæti í umspil fyrir HM 2019 með 31 marks sigri á Aserbaísjan í lokaleik liðsins í forkeppni HM í dag. Fyrir leikinn var ljóst að liðið þurfti að vinna leikinn með 27 marka mun til að komast áfram eftir tap gegn Makedóníu í gær. Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu 49-18.
Áður hafði liðið unnið Tryki sannfærandi, 36-23 en tapað fyrir heimastelpum í Makedóníu, 29-21.
Perla Ruth var með landsliðinu úti og skoraði 4 mörk í leiknum í dag. Hún skoraði 2 mörk gegn Tyrkjum en komst ekki á blað gegn Makedónum. Hranfhildur Hanna var einnig valin í hópinn en þurfti að draga sig út vegna meiðsla.
Mynd: Stelpurnar eftir sigurinn gegn Aserbaísjan í dag.
HSÍ