Landsliðshelgi

39441324_1256318444520806_149038801145036800_o
39441324_1256318444520806_149038801145036800_o

Um helgina er landsliðspása i Olísdeildinni og flest landslið koma saman til æfinga eða til keppni um helgina. 

Í A-landsliði kvenna eru þær Perla Ruth og Hrafnhildur Hanna, en liðið leikur tvo vináttuleiki við Svía og fór fyrri leikurinn fram í fyrrakvöld. Stelpurnar töpuðu með einu marki og skoraði Perla 1 mark.  Seinni leikurinn er í dag og er miðasala á Tix.is.

Í B-landsliði kvenna voru þær Katrín Ósk, Kristrún, Ída Bjarklind og Hulda Dís valdar valdar í hópinn sem kemur saman til æfinga um helgina.

Þeir Árni Steinn, Haukur, Elvar Örn, Hergeir og Einar voru allir valdir í B-landslið karla sem einnig æfir nú um helgina.

Einnig koma saman yngri landslið og þar eigum við Selfyssignar fullt af flottum fulltrúum.  Í undir 15 ára lið kvenna voru valdar þær Lena Ósk , Hugrún Tinna og Tinna Trausta.  Í Undir 15 ára lið karla voru valdir þeir Daníel Þór , Hans Jörgen og Einar Gunnar.

Þá var þjálfari U-17 ára landsliðs karla að velja 16 manna hóp fyrir 4 landa mót sem fram fer í Frakkalandi síðari hluta október, þar voru valdir Ísak , Reynir Freyr , Tryggvi og til vara Vilhelm Freyr.