Lokahóf MSÍ

Mótokross
Mótokross

Lokahóf Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands Íslands (MSÍ) var haldið á Rúbín sl. laugardag. Þar voru veitt verðlaun fyrir Íslandsmeistaramót 2013. Mótokrossdeild Umf. Selfoss átti fjóra fulltrúa sem tóku við verðlaunum.

Gyða Dögg Heiðarsdóttir varð Íslandsmeistari í 85cc flokki kvenna. Hún gaf strákunum ekkert eftir í sumar og verður gaman að fylgjast með þessari stelpu á næsta ári á stærra hjóli.

Faðir hennar Heiðar Örn Sverrisson varð í öðru sæti í flokki 40+. Heiðar er okkar fulltrúi í 40+ en hann byrjaði að hjóla og keppa fyrir tæpum tveimur árum síðan.

Þorsteinn Helgi Sigurðarson varð í þriðja sæti í unglingaflokki en þetta var hans fyrsta sumar í þeim flokki. Hann varð Íslandsmeistari í 85cc árið 2012.

Arnar Ingi Júlíusson varð í þriðja sæti í 85cc flokki og þar að auki valinn „Nýliði ársins“. Frábær árangur hjá þessum unga og efnilega dreng.

mrr

Þorsteinn Helgi t.v. og Arnar Ingi.

Feðginin Gyða og Heiðar

Myndir: Helga Helgadóttir.