Fyrr í sumar gerðu ungir iðkendur handknattleiksdeildar Selfoss upp síðasta tímabil á lokahófi yngri flokka. Mikil vinna fer ár hvert í að ala upp handboltafólk, en líka svo margt annað, enda snúast yngri flokkar um fleira en að búa til afreksfólk í handbolta, þar er alla daga verið að ala upp nýja þjálfara, dómara, stjórnarfólk, sjálfboðaliða, foreldra og félagslega sterka einstaklinga inn í samfélagið okkar. Það er því gaman að byrja á því að segja frá því að í ár var félagi ársins í yngri flokkum valinn Einar Ben Sigurfinnsson. Hann er virkilega vel að titlinum kominn, en hann hefur verið öflugur í að bjóða fram krafta sína og meðal annars staðið langar vaktir á þeim mótum sem handknattleiksdeildin hefur haldið í vetur.
Allir krakkar í 6. 7. 8. og 9. flokk karla og kvenna fengu viðurkenningu fyrir að hafa lokið vetrinum. í 4. og 5. flokki voru svo veittar þrjár viðurkenningar. Mestu framfarir, sem er alltaf mikil viðurkenning og staðfesting á því að hafa lagt mikið á sig. Besta ástundunin, það er mikils virði að lifa eftir þeim gildum að vera alltaf tilbúin til að læra og leggja hart að sér. Besti liðsmaðurinn er svo einhver sem alltaf tilbúin í að peppa liðsfélagana áfram í blíðu og stríðu og hefur gott hugafar til liðsins. Að lokum var af vana fýrað upp í grillinu og blásið í lauflétt pylsupartý.
Myndir og verðlaunahafar á lokahófi yngri flokka 2023
Hannes Höskuldsson hélt föstum tökum um stjórnartaumana.
Selfyssingurinn og einn af atvinnumönnunum okkar, Tryggvi Þórisson aðstoðaði við útdeilingu viðurkenninga og verðlauna
Félagi ársins
Einar Ben Sigurfinnsson
5. flokkur karla
Mestu framfarir: Ólafur Eldur Ólafsson
Besta ástundun: Jóhann Snær Jónsson
Besti liðsfélaginn: Sveinn Ísak Hauksson
5. flokkur kvenna
Mestu framfarir: Bára Ingibjörg Leifsdóttir
Besta ástundun: Hildur Eva Bragdóttir
Besti liðsfélaginn: Eva Sól Axelsdóttir (vantar á myd)
4. flokkur karla
Mestu framfarir: Adam Daniel Konieczny (vantar á myd)
Besta ástundun: Egill Eyvindur Þorsteinsson
Besti liðsfélaginn: Þorleifur Tryggvi Ólafsson
4. flokkur kvenna
Mestu framfarir: Sylvía Bjarnadóttir
Besta ástundun: Lilja Ósk Eiríksdóttir
Besti liðsfélaginn: Íris Lilja Brynjarsdóttir
9. flokkur 2024
8. flokkur karla 2024
7. flokkur karla 2024
6. flokkur karla 2024
7. & 8. flokkur kvenna 2024
6. flokkur kvenna 2024
5. flokkur karla 2024
5. flokkur kvenna 2024
4. flokkur karla 2024
4. flokkur kvenna 2024