Naumt tap í Garðabæ

Einar Sverrisson gegn Gróttu
Einar Sverrisson gegn Gróttu

Strákarnir okkar lágu fyrir Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. Lokatölur urðu 31-27 fyrir heimamenn sem voru yfir í hálfleik 15-12.

Leikurinn var jafn og spenandi allan tímann. Selfyssingar jöfnuðu í stöðunni 17-17 og eftir það munaði 1-2 mörkum á liðunum en Stjarnan var þó alltaf skrefi á undan. Stjörnumenn tryggði sér sigurinn á lokamínútunum þegar þeir skoruðu fjögur mörk á móti einu marki okkar manna.

Samkvæmt Sunnlenska.is voru Einar Sverrisson, Andri Hrafn Hallsson og Andri Már Sveinsson markahæstir með 5 mörk fyrir Selfoss, Hörður Másson, Ómar Ingi Magnússon og Sverrir Pálsson skoruðu allir 3 mörk, Atli Hjörvar Einarsson 2 og Atli Kristinsson 1.

Strákarnir okkar sýndu í kvöld að þeir áttu í fullu tré við Stjörnuna og voru mjög nálægt því að landa mikilvægum útisigri. Með góðum stuðningi áhorfenda í íþróttahúsi Vallaskóla á laugardag kl. 16 höfum við fulla trú á sigri Selfoss. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki fer áfram í úrslitarimmuna um sæti í úrvalsdeildinni að ári.

---

Einar var markahæstur ásamt Andra og Andra.
Mynd: Eyjólfur Garðarsson.