Nýjir búningsklefar teknir í notkun

stukan
stukan

Ný og glæsileg aðstaða var tekin í notkun á Selfossvelli sl. föstudag. Um er að ræða sex búningsklefa, salerni fyrir áhorfendur og gesti auk aðstöðu fyrir starfsmenn og dómara. Fyrir hönd Umf. Selfoss tóku Kristín Bára formaður og Guðmunda Brynja fyrirliði knattspyrnuliðs Selfoss við mannvirkinu úr höndum Kjartans formanns Íþrótta- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Árborgar eftir að sr. Óskar Hafsteinn hafði blessað nýju aðstöðuna. Byggingaraðili var Vörðufell en Tómas Ellert sá um hönnun.

Aðstaðan er mikil lyftistöng fyrir Selfossvöll mun nýtast iðkendum félagsins vel um ókomna framtíð.