Öflugur stuðningshópur Sunnlendinga á EM

fimleikar-studningsmenn-em-2016
fimleikar-studningsmenn-em-2016

Það fór vart fram hjá neinum sem fylgdist með Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum í sjónvarpinu að Sunnlendingar fjölmenntu á pallana til að styðja sitt fólk. Alls mætti 31 Sunnlendingur til að hvetja ungmennin auk þeirra sem voru þar við vinnu.

Hópmyndin með fréttinni sem birtist á vef DFS var tekin á lokadeginum og sýnir stóran hluta stuðningsmannana.

Sunnlensku krakkarnir stóðu sig frábærlega vel, hvert með sínu landsliði, og komu öll heim með verðlaunapening um hálsinn. Sannarlega glæsilegt starf hjá fimleikadeildinni.