Key Habits
Miðvikudaginn 17. júlí kl. 18:30 - 21:30 mun Brynjar Karl Sigurðsson hjá Key Habits vera með opið námskeið í félagsheimilinu Tíbrá varðandi heilsulæsi, heilsuvitund og markmiðsetningu. Brynjar Karl er Selfyssingum að góðu kunnur og hefur náð frábærum árangri á sínu sviði. Námskeiðið er ætlað íþróttafólki, þjálfurum, foreldrum íþróttafólks sem og öllum þeim sem vilja bæta sína heilsu og frammistöðu.
Key Habits sérhæfir sig í heilsueflingu fyrir einstaklinga, félög og fyrirtæki. Mörg heimsþekkt íþróttafélög og afreksfólk er að nýta sér þjónustu Key Habits. Hugmyndafræðin kallast Heilsulæsi. Hún snýst um að efla heilsuvitund einstaklingsins, bæta færni hans til að taka upplýstar ákvarðanir og hrinda þeim í framkvæmd.
Hægt er að fá allar upplýsingar um námskeiðið á Selfossi á heimasíðu Key Habits og einnig er hægt að finna frekari upplýsingar á Facebook.
Við hvetjum eldri iðkendur okkar, þjálfara og foreldra til að taka þátt í þessu námskeiði sem án efa verður fróðlegt og skemmtilegt. Hægt er að skrá sig á staðnum en æskilegt er að tilkynna þátttöku á viðburðinn á Facebook.