Selfoss merki
Ragnarsmótið í handbolta verður haldið í Íþróttahúsi Vallaskóla 4. – 7. september nk. Mótið er haldið til minningar um Ragnar Hjálmtýsson sem lést ungur í bílslysi en hann var einn af efnilegri handboltamönnum Selfoss. Handknattleiksdeild Selfoss heldur mótið í samstarfi við VÍS og fjölskyldu Ragnars en mótið er æfingamót fyrir leikmenn og dómara áður en handboltavertíðin hefst.
Liðin sem taka þátt í ár eru deildarmeistarar Hauka, Íslandsmeistarar Fram, bikarmeistarar ÍR, Afturelding sem sigraði Ragnarsmótið 2012, HK og að sjálfsögðu Selfoss.
Ekki er búið að draga í riðla en mótið verður nánar auglýst þegar nær dregur.