Fimleikar Meistaraflokkur 2015-2016
Í seinustu viku skrifuðu allir liðsmenn meistaraflokks Selfoss í hópfimleikum undir samning við félagið sem gildir til vors.
Það eru spennandi verkefni framundan en Selfoss keppir m.a. fyrir hönd Íslands á Norðurlandamótinu sem fram fer á Íslandi í haust.
Eftir áramótin hefst ný mótaröð Fimleikasambandsins þar sem þau ætla að tryggja lið Selfoss í sessi í fremstu röð í hópfimleikum á Íslandi.
Á myndinni eru í efstu röð f.v. Konráð Oddgeir Jóhannsson, Rúnar Leví Jóhannsson, Rikharð Atli Oddsson, Haraldur Gíslason, Eysteinn Máni Oddsson og Lars M. Kristiansen. Í miðröð f.v. Linda Guðmundsdóttir, Rannveig Harpa Jónþórsdóttir, Heiðrún Ósk Sævarsdóttir, Ástrós Hilmarsdótttir, Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir og Unnur Þórisdóttir. Í neðstu röð f.v. Hugrún Hlín Gunnarsdóttir, Margrét Lúðvígsdóttir, Bryndís Arna Þórarinsdóttir og Eva Grímsdóttir. Á myndina vantar Unnar Frey Bjarnarson.
Ljósmynd: Umf. Selfoss