3.fl.
Síðastliðinn sunnudag mættu KR-ingar í heimsókn og léku gegn Selfoss-2 í 3. flokki. Liðin mættust fyrr í vetur og unnu KR-ingar þá nokkuð sannfærandi á heimavelli. Í þetta skiptið mættu Selfyssingar mun betur undirbúnir til leiks og sýnir 36-29 sigur hve mikill sá þáttur skiptir.
Okkar menn byrjuðu frábærlega og stjórnuðu leiknum allt frá byrjun. Gríðarlegt tempó var í byrjun leiks og skilaði vörn Selfyssinga mörgum hraðaupphlaupum. Strákarnir náðu snemma góðu forskoti og hélst 4-7 marka munur á liðunum allan hálfleikinn. Staðan í hálfleik var 22-17 og segja þær tölur allt um hraðann og kraftinn sem var í liðinu. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvort liðið myndi sigra. Mörkunum reyndar fækkaði aðeins en 36-29 sigur Selfyssinga var alltaf öruggur.
Strákarnir sýndu í þessum leik hvað þeir geta. Það býr mikið í þessum strákum, sér í lagi þegar þeir mæta svona innstilltir í leikinn. Góður varnarleikur lengst af og frábær sóknarleikur vann þennan leik.
Áfram Selfoss