Selfoss keppir í fatnaði frá Jako

Selfoss Félagsbúningur (3)
Selfoss Félagsbúningur (3)

Eins og fram hefur komið á heimasíðu félagisns hefur Ungmennafélag Selfoss gengið frá samningi við Namo ehf. heildsölu og verslun sem býður upp á Jako íþróttavörumerkið. Samningurinn tók gildi þann 1. maí 2015 og er til fjögurra ára.

Markmið samstarfssamningsins er að standa saman að sameiginlegu útliti félagsgalla og æfinga- og keppnisfatnaðar hjá Umf. Selfoss.

Jako mun vera með sölutilboð fyrir iðkendur Umf. Selfoss að minnsta kosti tvisvar á ári og oftar ef aðilar telja þörf á því. Reiknað er með að fyrsta sölutilboðið verði auglýst í Tíbrá fyrir lok maí. Ennfremur verður Jako fatnaðurinn fáanlegur hjá Sportbæ á Selfossi ásamt því að fást hjá Namo, Smiðjuvegi 74 (gul gata) í Kópavogi.

Í upphafi samningstímans er stærsta sýnilega breytingin sú að frá og með næsta keppnistímabili munu meistaraflokkar Selfoss í knattspyrnu og handknattleik spila í glæsilegum keppnisbúningum frá Jako auk þess sem félagsgalli allra deilda kemur frá Jako.

---

Iðkendur í handknattleiksakademíu Selfoss mátuðu nýja félagsgallann og leist vel á.