Selfoss sigraði Héraðsmót HSK meðyfirburðum

frjalsar13_5538
frjalsar13_5538

Héraðsmót HSK í flokkum fullorðinna var haldið á tveimur kvöldum dagana 7. og 14. janúar sl. Mótið var haldið í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal við bestu hugsanlegar aðstæður hér á landi innanhúss. Keppni fór fram á æfingatíma í húsinu og gafst keppendum úr öðrum félögum færi á að taka þátt. Líklega hafa aldrei jafn margir gestir tekið þátt í Héraðsmóti HSK innanhúss. Mótshaldið gekk vel fyrir sig undir styrkri stjórn Guðmundar Kr. Jónssonar þular sem er ómissandi í því hlutverki á mótum sambandsins.

Selfoss vann stigakeppni mótsins örugglega með 129 stig. Hörkukeppni var um annað sætið en þar urðu Laugdælir í 2. sæti með 28 stig og Dímon í þriðja með 27 stig. Vaka varð í 4. sæti með 23 stig. Heildarúrslit héraðsmótsins má sjá á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins www.fri.is.

Vörðufell ehf. gaf verðlaunapeninga fyrir þrjú fyrstu sætin í hverri grein eins og á Unglinga- og Aldursflokkamótunum.

HSK/ÖG