Luka Jagacic
Selfyssingar heimsóttu Þróttara í Laugardalinn í 1. deildinni í gær. Fyrir leikinn var Þróttur í þriðja sæti en Selfyssingar í því tíunda.
Það var þó ekki að sjá á leik liðanna þar sem Selfyssingar spiluðu vel skipulagðan leik og börðust hvor fyrir annan. Það dró til tíðinda á 20. mínútu þegar Luka Jagacic kom boltanum í netið eftir aukaspyrnu Þorsteins Daníels Þorsteinssonar utan af velli. Heimamenn voru fljótir að svara fyrir sig og jöfnuðu fimm mínútum síðar. Stóðu leikar jafnir í hálfleik.
Selfyssingar hafa verið öflugir í föstum leikatriðum í sumar og endurtóku Luka og Þorsteinn leikinn á 63. mínútu að þessu sinni eftir hornspyrnu. Skömmu síðar misstu Þróttarar mann af velli með rautt spjald og í kjölfarið á því sigldu Selfyssingar sigrinum nokkuð örugglega í höfn.
Eftir leikinn eru Selfyssingar í 8. sæti deildarinnar með 18 stig og taka á móti HK á JÁVERK-vellinum fimmtudaginn 7. ágúst kl. 19:15.
Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.
---
Luka skoraði bæði mörk Selfoss.
Mynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson