Selfyssingar kjöldregnir

handbolti-teitur-orn-einarsson
handbolti-teitur-orn-einarsson

Selfyssingar sáu aldrei til sólar þegar þeir tóku á móti FH í 15. umferð Olís-deildarinnar í gær. Gestirnir hreinlega völtuðu yfir strákana okkar frá fyrstu mínútu og leiddu í hálfleik 13-22. Munurinn jókst enn í seinni hálfleik og urðu lokatölur 24-35.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Mörk Selfoss: Teitur Örn Einarsson 10, Hergeir Grímsson 4, Elvar Örn Jónsson, Alexander Már Egan og Einar Sverrisson 2, Magnús Öder Einarsson og Andri Már Sveinsson 1. Helgi Hlynsson varði 6 skot og Einar Ólafur Vilmundarson 4.

Að loknum leik er liðið í sjötta sæti deildarinnar með 14 stig. Liðið sækir Víkinga heim í Coca Cola bikarnum á mánudag kl. 19:30 og sækir Stjörnuna heim fimmtudag 15. desember kl. 19:30 í seinasta leik deildarinnar fyrir jólafrí.

---

Teitur Örn Einarsson var ljósið í myrkrinu gegn FH.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE