Selfyssingar með yfirburðasigur á Unglingamóti HSK

Sigurlið Selfoss á Unglingamóti HSK
Sigurlið Selfoss á Unglingamóti HSK

Unglingamót HSK 15-22 ára fór fram á Selfossvelli dagana 16.og 17.júlí Mörg afrek litu dagsins ljós og mjög margir að bæta sinn besta árangur. Lið Selfoss gjörsigraði stigakeppni félaganna með 359 stig en lið Garps varð í öðru sæti með 48 stig. Hjálmar Vilhelm Rúnarsson varð áttfaldur HSK meistari í sínum aldursflokki og þær Hugrún Birna Hjaltadóttir og Hanna Dóra Höskuldsdóttir urðu báðar sexfaldir meistarar í sínum aldursflokkum

HSK meistarar frjálsíþróttadeildar Selfoss urðu eftirtaldir aðilar:

15 ára flokkur:

Bryndís Embla Einarsdóttir: Kringlukast 36,76m – sleggjukast 33,41m- spjótkast 34,59m

Arndís Eva Vigfúsdóttir: kúluvarp 10,84m

Aldís Fönn Benediktsdóttir: 800m hlaup 13:27,76m

16-17 ára flokkur:

Hugrún Birna Hjaltadóttir: 100m hlaup 13,83s - 200m hlaup 28,28s - 800m hlaup 2:39,77m – 100m grind 17,29s – langstökk 4,75m- þrístökk 10,24m

Ísold Assa Guðmundsdóttir: hástökk 1,50m – kúluvarp 10,88m – kringlukast 27,34m

Dagmar Sif Morthens: spjótkast 34,36m

Sara Mist Sigurðardóttir: sleggjukast 31,72m

Hjálmar Vilhelm Rúnarsson: 100m hlaup 11,63s, 200m hlaup 24,01s, langstökk 5,97m – þrístökk 12,74m – kúluvarp 14,71m – kringlukast 46,38m - sleggjukast 37,40m – spjótkast 55,95m

18 -19 ára flokkur

 Hanna Dóra Höskuldsdóttir: 100m grind 16,60s – langstökk 4,89m – hástökk 1,55m – kúluvarp 10,40m – kringlukast 27,85m – spjótkast 33,03m

Daníel Breki Elvarsson: spjótkast 51,51m – kringlukast 28,41m – 200m hlaup (tímataka klikkaði)

20-22 ára flokkur

Hildur Helga Einarsdóttir: kúluvarp 11,12m – kringlukast 30,45m – spjótkast 29,79m – sleggjukast 27,86m